Á döfinni

Jólaóratórían eftir J.S Bach I-IV

2.10.2021 | Mótettukórinn

Jólaóratórían eftir J.S. Bach verður flutt sunnudaginn 28. nóvember kl.17 í Eldborg.

Flutningurinn er í tilefni af upphafi fertugasta starfsárs Mótettukórsins og Listvinafélagsins í Reykjavík og 40 ára starfsafmæli Harðar Áskelssonar á Íslandi.

Flytjendur eru Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík og einsöngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Alex Potter kontratenór, Benjamin Glaubitz tenór og Jóhann Kristinsson bassi. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Tónleikarnir eru um 2 og 1/2 klst með hléi en fluttar verða fjórar fyrstu kantöturnar (I-IV af VI).

Mótettukórinn er fullur tilhlökkunar að flytja verkið nú í annað sinn í Hörpu en kórinn flutti allar 6 kantöturnar í nývígðri Hörpu á 30 ára afmæli sínu 2012.

Fréttir

Inntökupróf 2021

29.8.2021 | Mótettukórinn

Mótettukórinn leitar að fólki í allar raddir.

Smellið hér fyrir frekari upplýisngar


Vortónleikar í Langholtskirkju

5.3.2021 | Mótettukórinn

Efnisskrá tónleikanna má nálgast með því að smella hér!

Fluttar verða glæsilegar 5-8 radda mótettur og sálmavers eftir J.S. BACH og H. SCHÜTZ, útsetningar á Hallgrímssálmum eftir JÓN HLÖÐVER ÁSKELSSON og SMÁRA ÓLASON og orgelverk eftir J.S.BACH.

Meira

Mótettukórinn kveður Hallgrímskirkju

5.3.2021 | Stjórn Mótettukórsins

Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur vikið Herði Áskelssyni úr starfi kantors Hallgrímskirkju. Hörður stofnaði Mótettukórinn árið 1982 og hefur leitt hann farsællega síðan, aukið veg kirkjutónlistar á Íslandi svo að um munar og skapað umgjörð um kórstarf sem hefur verið líf og yndi hundraða söngvara. Við þessi tímamót vill Mótettukórinn senda Herði kveðju sína og þökk, og segja honum að kórinn fylgi honum hvert á land sem er úr Hallgrímskirkju 31. maí, á vit þess sönglífs sem hann vill hafa forystu um að skapa.