Inntökupróf í Mótettukórinn

Langar þig að vera hluti af Mótettukórnum?


Mótettukórinn leitar að fólki í allar raddir.


Fyrsta æfing er fyrirhuguð 6. september. Æfingatímar kórsins eru fastar æfingar á þriðjudögum 19.30 - 22 og sirka einu sinni í mánuði eða eftir þörfum á mánudögum frá klukkan 18 - 20.


Framundan er 40 ára afmælisár kórsins og mörg mjög spennandi verkefni því tengt. Má þar nefna þátttöku í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á níundu sinfóníu Beethovens 16. og 17. september, Jólaóratoríu Bach þann 28. nóvember í Eldborgarsal Hörpu með einsöngvurum og barokk hljómsveit, þátttöku í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars 2022 á Deutsches Requiem eftir Brahms og ýmislegt fleira.


Kórstjóri er Hörður Áskelsson.


Ef þú hefur áhuga að vera hluti af frábærum kór þá endilega sendu email á motettukor@motettukor.is og við svörum um hæl varðandi tímasetningu inntökuprófa.