Á döfinni

Vortónleikar í Langholtskirkju

5.3.2021 | Mótettukórinn

Efnisskrá tónleikanna má nálgast með því að smella hér!

Fluttar verða glæsilegar 5-8 radda mótettur og sálmavers eftir J.S. BACH og H. SCHÜTZ, útsetningar á Hallgrímssálmum eftir JÓN HLÖÐVER ÁSKELSSON og SMÁRA ÓLASON og orgelverk eftir J.S.BACH.


Mótettukórinn, sem áður starfaði við Hallgrímskirkju í Reykjavík, flytur nokkrar perlur kórtónbókmenntanna í nýju umhverfi, en mótettur eftir Bach og Schütz eru mjög krefjandi og meðal uppáhaldsverka kórsins. Auk þess syngur kórinn bænir Hallgríms Péturssonar sem alltaf hafa verið á verkefnalista kórsins og flytur þannig með sér áratuga langa tengingu kórsinsvið Passíusálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur einleik á hið glæsilega Noack-barokkorgel Langholtskirkju, sem hæfir orgeltónlist Bach einkar vel.


Efnisskrá:

 1. Ég byrja reisu mín, sálmur ísl. þjóðlag úts. Smári Ólason

 2. Víst ertu Jesú kóngur klár, ísl. þjóðlag úts. Jón Hlöðver Áskelsson

 3. J.S. Bach: Der Geist hilft unser Schwachheit auf BWV 226, mótetta fyrir tvo 4 radda kóra

 4. Heinrich Schütz: Also hat Gott die Welt geliebt SWV 380, mótetta fyrir 5 raddir

 5. J.S. Bach: Dýrð sé Guði í hæstu hæðum BWV 30/6, sálmavers

 6. Heinrich Schütz: Die mit Tränen säen SWW 378, mótetta fyrir 5 raddir

 7. J.S. Bach: Flæðið, þér tár BWV 400, sálmavers, einsöngvari: Halldís Ólafsdóttir

 8. Heinrich Schütz: Die Himmel erzählen SWW 386, mótetta fyrir 5 raddir

 9. J.S. Bach: Oss minni sérhver morgunn á BWV 376, sálmavers

 10. J.S. Bach: Orgelverk

 11. J.S. Bach: Singet dem Herrn ein neues Lied BWV 225, mótetta fyrir tvo 4 radda kóra


Flytjendur:

Mótettukórinn

Lára Bryndís Eggertsdóttir: Orgel

Sigurður Halldórsson: Barokkselló

Richard Korn: Violone

Stjórnandi: Hörður Áskelsson


Miðasala á TIX.IS

Miðaverð: 3.900 ISK

Fréttir

Mótettukórinn kveður Hallgrímskirkju

5.3.2021 | Stjórn Mótettukórsins

Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur vikið Herði Áskelssyni úr starfi kantors Hallgrímskirkju. Hörður stofnaði Mótettukórinn árið 1982 og hefur leitt hann farsællega síðan, aukið veg kirkjutónlistar á Íslandi svo að um munar og skapað umgjörð um kórstarf sem hefur verið líf og yndi hundraða söngvara. Við þessi tímamót vill Mótettukórinn senda Herði kveðju sína og þökk, og segja honum að kórinn fylgi honum hvert á land sem er úr Hallgrímskirkju 31. maí, á vit þess sönglífs sem hann vill hafa forystu um að skapa.